Nýjast á Local Suðurnes

Gul viðvörun og ekkert útivistarveður

Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn

Verður er slæmt á Reykjanesi þessa stundina og gefin hefur verið út gul veðurviðvörun sem gildir í allan dag.

Hvöss sunnanátt er við gosstöðvarnar sem færir með sér mikla úrkomu auk þess sem takið er að kólna.

Spáin fyrir daginn gerir ráð fyrir Suðvestan hvassviðri eða stormi, 15-23 m/s, hvassast á Reykjanesi síðdegis. Dimm og byljótt slyddu eða snjóél og slæmt skyggni, hviður um 30 m/s. Ekkert útivistarveður.