Búist við stormi og talsverðri rigningu á morgun

Veðurstofan spáir vaxandi austanátt á landinu í fyrramálið, fyrst með suðurströndinni. Búast má við 18-25 m/s syðst um miðjan dag, en 15-23 m/s víða á sunnanverðu landinu. Veðrinu fylgir slydda í fyrstu en síðan talsverðri rigning sums staðar við suður- og suðausturströndina, að því er segir í viðvörun á vef Veðurstofu Íslands.
Langtímaspá Veðurstofunnar gerir ráð fyrir að suðaustlægri átt um helgina með vindi allt að 13 m/s, en eftir helgi mun svo hvessa á ný og því mun fylgja töluverð rigning, gangi spár eftir.