Nýjast á Local Suðurnes

Sólar sjá um ræstingar næstu fjögur árin

Föstudaginn 14 apríl skrifuðu Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Einar Hannesson framkvæmdastjóri Sólar ehf undir þjónustusamning vegna ræstinga leikskóla og stofnana Reykjanesbæjar.

Tilboð Sólar ehf. var metið hagstæðast í útboð sem fram fór í mars síðastliðnum. Samningurinn gildir í fjögur ár með möguleika á framlengingu um tvisvar sinnum eitt ár í senn. Samningurinn hljóðar um ræstingu 12 stofnanna Reykjanesbæjar.

Sólar ehf. mun hefjast handa við framkvæmd samningsins frá og með 1. júní 2023.