Nýjast á Local Suðurnes

Aldrei verið eins mikil velta á fasteignamarkaði – Selt fyrir 1,4 milljarð á viku

Innri - Njarðvík

Alls var 24 kaupsamningum um fasteignir þinglýst á Suðurnesjum á vikutímabili frá 20. maí – 26 maí. Þar af voru 14 samningar um eignir í fjölbýli og 10 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 1.354 milljónir króna og meðalupphæð á samning 56,4 milljónir króna.

Samkvæmt gögnum Þjóðskrár, sem ná aftur til 2009, er þetta mesta velta á fasteignamarkaði á Suðurnesjum frá þeim tíma. Veltan á fasteignamarkaðnum á Suðurnesjum frá áramótum er um 12 milljarðar króna.

Til samanburðar var á sama tímabili 11 kaupsamningum þinglýst á Akureyri og var heildarupphæð viðskipta 345 milljónir króna og meðalupphæð á samning 31,3 milljónir króna. Á Árborgarsvæðinu var 10 kaup­samn­ing­um þing­lýst á sam­an tíma og var heild­ar­velt­an 185 millj­ón­ir króna og meðal­upp­hæð á samn­ing 18,5 millj­ón­ir króna.