Nýjast á Local Suðurnes

Frestur til 15. desember – Kanna hvort Eftirlitsnefnd veiti frekara svigrúm

Viðræður við kröfuhafa Reykjaneshafnar hafa staðið yfir undanfarna mánuði og eru enn yfirstandandi. Eigendur skuldabréfa  Reykjaneshafnar hafa veitt áframhaldandi greiðslufrest og kyrrstöðu til 15. desember næstkomandi og meðan samningaviðræðum er ólokið.

Í tilkynningu frá Reykjanesbæ til kauphallar kemur fram að Reykjanesbær og stofnanir hans vilji í því ljósi láta reyna til þrautar hvort samstaða náist við kröfuhafa um fjárhagslega endurskipulagningu bæjarins og stofnana hans. Jafnframt verður farið yfir það með Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hvort svigrúm verði veitt til þess að ljúka framangreindum viðræðum.