Nýjast á Local Suðurnes

Atvinnurekendur geta átt von á heimsókn frá lögreglu

Átak gegn ólöglegri atvinnustarfsemi stendur nú yfir í umdæmum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Lögreglunnar á Suðurnesjum. Markmið átaksins er að ganga úr skugga um hvort einhverjir atvinnurekendur séu með fólk í vinnu án tilskilinna leyfa.

Í tilkynningu á Fésbókarsíðu lögreglunnar segir að atvinnurekendur geti því gert ráð fyrir að fyrirtæki þeirra verði sótt heim af fulltrúum ofangreindra stofnana án fyrirvara.

Lögregla, Útlendingastofnun og Vinnueftirlitið hafa undanfarið heimsótt fyrirtæki á Suðurnesjum, meðal annars á Keflavíkurflugvelli og á Ásbrú þar sem þrír aðilar voru teknir við vinnu án leyfa.