Nýjast á Local Suðurnes

Hylla landsliðið við komuna til landsins – Fólk hvatt til að mæta í bláu og með fána

Það má búast við fjölmenni á Arnarhól í dag þegar formleg móttökuathöfn fyrir landslið Íslands í knattspyrnu mun fara fram um klukkan 19 í kvöld. Móttökuathöfnin hefst með því að liðinu verður ekið í op­inni rútu niður Skóla­vörðustíg og Banka­stræti, að sviði við Arn­ar­hól, þar at­höfn­in fer fram, á milli klukkan 19 og 20.

Suðurnesjamenn munu þó taka á móti liðinu fyrr, eða við komuna til landsins, en til stendur að fólk muni raða sér meðfram Reykjanesbrautinni, frá flugstöðinni um klukkan 17.20 í dag þegar áætlað er að vélin sem flytur liðið til landsins muni lenda. Hugmynd þessa efnis hefur verið deilt víða á samfélagmiðlunum, meðal annars á síðum sem ætlaðar eru fyrir íbúa Voga, Reykjanesbæjar og Hafnarfjarðar, og hefur hugmyndin fengið gríðarlega góðar undirtektir.

Fólk er hvatt til að mæta í bláu og með fána ef mögulegt er.