Loka götum vegna Rauðglóandi götuleikhúss
Vegna Rauðglóandi götuleikhúss laugardaginn 4. júní klukkan 12 verða takmarkanir á umferð við Hafnargötu og Ægisgötu í Reykjanesbæ.
Hafnargötu verður lokað frá Skólavegi og niður að Vesturbraut á meðan gangan á sér stað. Gangan endar við bátinn Baldur og þá verður Ægisgata lokuð um tíma.
Björgunarsveitin Suðurnes sér um lokanir og eru vegafarendur beðnir um að virða lokanir, sýna tillitsemi og aðgát, segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ.