Nýjast á Local Suðurnes

Óska eftir aðstoð við að koma veski til ferðamanns

Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til almennings og þá sérstaklega starfsfólks í ferðaþjónustu um aðstoð við að finna erlendan ferðamann sem virðist hafa tapað veski sínu í miðbæ Keflavíkur. Í veskinu er talsvert af reiðufé auk skilríkja.

Jæja þá leitum við til ykkar enn og aftur.
Heiðvirður borgari fann rétt í þessu seðlaveski í miðbæ Keflavíkur. Í veskinu eru skilríki og talsvert magn af reiðufé. Veskið er í eigu erlends aðila sem sennilegast er hér sem ferðamaður. Við viljum biðja starfsfólk á hótelum eða gistiheimilum að hafa þetta í huga og benda aðilanum þá á að koma á stöðina og hafa með sér vegabréf svo við getum sannreynt eignarhald.

Finnandinn getur klappað sér á öxlina og splæst á sig ís með dýfu fyrir góðverk dagsins, segir í tilkynningu frá lögreglu.