Nýjast á Local Suðurnes

Guðmundur Bjarni eignast Kosmos & Kaos að fullu – Áfram starfsemi í Reykjanesbæ

Guðmundur Bjarni Sigurðsson, stofnandi og hönnunarstjóri vefhönnunarstofunnar Kosmos & Kaos hefur nú keypt alla hluti í fyrirtækinu. Seljendur eru bandaríska vefstofan UENO LLC og Kristján Gunnarsson, sem var annar stofnenda fyrirtækisins. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins.

Kristján Gunnarsson, einn stofnenda fyrirtækisins, segist yfirgefa fyrirtækið sáttur, en þó með söknuði.  „Viðskilnaðurinn og salan á mínum hlut í félaginu er gerður í mesta bróðerni við Guðmund sem mun halda áfram að gera fínt fyrir Internetið, með því góða starfsfólki sem starfar hjá Kosmos & Kaos,“ er haft eftir Kristjáni í Viðskiptablaðinu.

Þá kemur fram að fyrirtækið muni áfram halda úti starfsstöð sinni í Reykjanesbæ.