Nýjast á Local Suðurnes

Vinna við varnargarða liggur niðri

Vinna við varnargarða og að koma rafmagni og vatni á í Grindavík liggur niðri í augnablikinu vegna veðurs, auk þess sem betur er að endurmeta varnargarða eftir að gos hófst við bæinn síðastliðinn sunnudag. Verktar vinna þó áfram við vegagerð og lagnavinnu fyrir utan bæinn.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá lögreglu sem sjá má í heild fyrir neðan:

Góðan dag.

Vinna liggur að mestu leyti niðri í Grindavík í augnablikinu. Töluverður snjór er í bænum og er unnið að því að hreinsa götur bæjarins. Þegar því líkur hefst vinna að nýju við að koma vatni og rafmagni á húsin í bænum. Önnur verðmætabjörgun er ekki í gangi og verður ekki fyrr en að kvarði á hættumatskorti Veðurstofu fer niður í töluverða hættu. Sjá meðfylgjandi kort.

Unnið er að kortlagningu á sprungum í og við Grindavík.

Í Grindavík er talin vera mjög mikil hætta á jarðskjálftum, sprungum, hraunflæði, sprunguhreyfingum, gosopnun án fyrirvara og hættulegri gasmengun.

Hættumatskort Veðurstofunnar var gefið út í gær kl. 15 og gildir til 19. janúar 2024, kl. 15 að öllu óbreyttu.

Mynd: Sveisverk ehf.