Nýjast á Local Suðurnes

Samkaup í viðræður um samruna við fyrirtækjasamstypu Jóns Ásgeirs

Verslun Nettó við Krossmóa

Samkaup hafa undirritað yfirlýsingu við Fjárfestingafyrirtækið Skel um að hefja könnunarviðræður vegna mögulegs samruna Samkaupa við Orkuna og Heimkaup. Þetta kemur fram í tilkynningu Skeljar til Kauphallar. Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður Skeljar sem keypti á dögunum 5% hlut í Samkaup.

Könnunarviðræðurnar eru í tilkynningunni sagðar einkaviðræður milli aðila og skuldbinda þeir sig til að ræða ekki við aðra aðila á sama tíma. Gert er ráð fyrir því að niðurstöður könnunarviðræðna aðila liggi fyrir eigi síðar en 22. mars næstkomandi. Ef aðilar verða ásáttir um áframhaldandi viðræður verður undirrituð sérstök viljayfirlýsing um helstu skilmála samruna og formlegar samningaviðræður hafnar.