Nýjast á Local Suðurnes

Leitaði að húsi og ók næstum því á lögreglubíl

Bet­ur fór en á horfðist þegar bif­reið, sem ekið var á móti lög­reglu­bíl á Suður­nesj­um um helg­ina, var skyndi­lega sveigt yfir miðju veg­ar svo lög­reglumaður­inn sem ók hinni síðar­nefndu þurfti að hemla og sveigja til hliðar til að forðast árekst­ur.

Ökumaður­inn sem ók yfir á rang­an veg­ar­helm­ing reynd­ist vera er­lend­ur ferðamaður og sagðist hann hafa verið að skyggn­ast um eft­ir húsi eða skilti, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á Suður­nesj­um. Maður­inn var sektaður um 15 þúsund krón­ur sök­um ógæti­legs akst­urs.