Nýjast á Local Suðurnes

Afgreiddu 50 lóðarumsóknir í vikunni – Uppbygging fyrirhuguð á formúlusvæði

Um 50 lóðarumsóknir voru afgreiddar á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar í vikunni og þurfti að varpa hlutkesti í tveimur tilfellum, þar sem fleri en einn aðili sótti um þær lóðir.

Í flestum tilfellum var sótt um lóðir undir fjölbýlishús og var flestum lóðunum úthlutað til þeirra sem um sóttu, nokkrum umsóknum var þó hafnað þar sem umræddum lóðum hafði verið útlhutað áður. Flestar lóðirnar sem um ræðir eru í Dalshverfi í Innri-Njarðavík, en þar stendur til að hefja byggingu grunnskóla á árinu.

Þá var níu lóðum úthlutað við Breiðasel og Bratuarsel, en þær lóðir eru á svæði þar sem fyrirtæki í eigu Bláa lónsins fékk úthlutað stórri lóð undir ferðatengda þjónustu á dögunum, en svæðið var áður skipulagt undir formúlubraut.