Nýjast á Local Suðurnes

Forvarnarsjóður styrkir skólana vegna fyrirlestra

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum á dögunum að styrkja nokkra skóla í sveitarfélaginu í gegnum forvarnarsjóð sveitarfélagsins. Styrkjirnir verða notaðir í að halda fyrirlestra um heilsu, læsi og lestrarfærni og kynfræðslu.

Akurskóli fær 100.000 þúsund króna styrk vegna kynfræðslu fyrir nemendur í 7. – 10. bekk og foreldra þeirra um kvöldið. Fyrirlesari er Sigga Dögg. Foreldrafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja fær 80.000 þúsund króna styrk vegna fyrirlesturs Loga Geirssonar um heilsu og foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ fær 70.000 króna styrk vegna fyrirlesturs um læsi og lestrarfærni fyrir nemendur í 1. – 4. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar, en fyrirlesari á þeim fundi er Bryndís Guðmundsdóttir.