Nýjast á Local Suðurnes

Sterkir Víðismenn lögðu Kára á Akranesi

Víðsmenn heimsóttu lið Kára í Akraneshöllina í gærkvöldi í þriðju deildinni í knattspyrnu. Víðsmenn eru á fínni siglingu í deildinni og hafa komið mjög á óvart í sumar.

Það voru heimamenn sem komust yfir á 25. mínútu leiksins.  En það sló Víðismenn ekki útaf laginu og komu Garðbúar sterkir inn undir lok fyrri hálfleiks. Þeir tóku sig til og skoruðu tvö mörk á þriggja mínútna kafla, Helgi Þór Jónsson skoraði fyrst á 42. mínútu og rétt áður en dómarinn flautað var til leikhlés bætti Sigurður Þór Hallgrímsson öðru marki við og kom Víði yfir.

Lokatölur leiksins 1-2 fyrir Víði, sem nú situr í öðru sæti deildarinnar með jafn mörg stig og topplið Tindastóls, en aðeins lakari markatölu.