Nýjast á Local Suðurnes

Könnun: Á að heimila niðurrif sundhallar? Hver á að bera kostnaðinn?

Miklar umræður hafa skapast um framtíð gömlu sundhallarinnar í Keflavík á samfélagsmiðlunum undanfarið eftir að Hollvinasamtök Sundhallarinnar voru stofnuð með það að markmiði að koma í veg fyrir niðurrif hússins. Þá er hafin undirskriftasöfn­un þar sem skorað er á bæj­ar­stjórn­ Reykja­nes­bæj­ar að fresta af­greiðslu varðandi breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi sem heim­il­ar niðurrif Sund­hall­arinnar.

Hollvinassamtökin bera því meðal annars við að mikil menningar- og byggingasögulegverðmæti felist í því að vernda húsið sem var selt einkaaðilum fyrir um 10 árum, en að sögn núverandi eigenda hússins hefur húsnæðið, sem nú er nýtt undir aðstöðu fyrir hnefaleika, hlotið lágmarks viðhald undanfarin 25 ár.

Ljóst er að ef niðurrif hússins verður ekki heimilað mun kostnaður við kaup, lagfæringar og rekstur þess hlaupa á tugum milljóna króna hið minnsta, en fasteignamat hússins er vel á fjórða tug milljóna, brunabótamat á níunda tug milljóna auk þess sem fermetraverð á húsnæði er í hærri kantinum á Suðurnesjum um þessar mundir.

Aths. ritstj.: Upphaflega textanum hefur lítilega verið breytt vegna ábendinga um verðmæti hússins, menningarlegt gildi þess og tilgang Hollvinasamtakanna. Engu hefur verið breytt í texta eða uppsetningu könnunarinnar.

Taktu þátt í könnuninni hér fyrir neðan:

Á að heimila niðurrif á gömlu sundhöllinni?

View Results

Loading ... Loading ...

Ef nei,

Hver á að bera kostnað af kaupum og viðhaldi hússins?

View Results

Loading ... Loading ...