Nýjast á Local Suðurnes

Boeing 757 flugvél Icelandair snérist í hvassviðri og lenti á stigabíl

Mynd: Icelandair

Mjög hvasst var á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi en mælar veðurstofunnar sýndu allt að 35 m/s. Svo hvasst var í hviðum að Boeing 757 þota frá Icelandair snérist í hvassri vindhviðu og lenti á mannlausum stigabíl um miðnætti.

Samkvæmt Vísi.is var vélin mannlaus, en einhverjar skemmdir á urðu á þotunni og er hún komin í skoðun.

Flugvélar af þessari gerð eru hátt í hundrað tonn að þyngd.