Nýjast á Local Suðurnes

Nanna Bryndís: “Svefnherbergið var minn mest skapandi staður“

Leikstjórinn góðkunni, Baldvin Z leikstýrði nýju myndbandi sem skartar söngkonu hljómsveitarinnar Of Monsters And Men, Nönnu Bryndísi Hilmarsdóttur og tónlistarmanninum Ólafi Arnalds, en Baldvin Z er í samvinnu við Ólaf að vinna kvikmyndina Island Songs, sem mun sýna frá sjö heimsóknum Ólafs Arnalds í sumar víðs vegar um landið en á hverjum stað vinnur hann með tónlistarfólki sem tengjast þeim stað með einhverjum hætti.

Lagið sem heitir Particles og er falleg píanóballaða er tekið upp á hennar æskuslóðum en hún ólst upp á Garði á Reykjanesi. Lagið og myndbandið er hljóðritað í einni töku inn í vitanum á Garði ásamt strengjakvartett.

Á heimasíðu Island Songs segir Nanna að það hafi mótað sköpunargáfu hennar að hafa alist upp í Garði.

„Það var ekki mikið að gera og mikill tími sem fór í einveru og í það að hugsa. Ég eyddi tíma mínum í að leika með steina við sjóinn og í það að segja draugasögur til hinna krakkanna. Stundum hjólaði ég að vitanum þegar veðrið var gott. Ég var algjörlega skrítinn krakki sem söng fyrir mig sjálfa á leiðinni í skólann, svo fór ég inn í svefnherbergi að skóladegi loknum að skrifa niður þær hugmyndir sem ég fékk á göngunni heim. Svefnherbergið mitt var minn mest skapandi staður.“