Nýjast á Local Suðurnes

Tveir nýjir leikmenn til Njarðvíkur – Þrír yfirgefa liðið

Tveir leikmenn skiptu yfir til Njarðvíkinga í félagaskiptaglugganum sem lokað var fyrir þann 31. júlí síðastliðinn, Patrik Atlason kom til Njarvíkur frá ÍR og Einar Valur Árnason frá Þrótti Vogum. Báðir hafa þeir leikið með liðinu áður.

Þá halda þeir Björn Axel Guðjónsson, Magnús Þór Magnússon og Viktor Smári Hafsteinsson vestur um haf til náms og leika því ekki meira með liðinu á þessu tímabili.

Njarðvíkingar eru sem stendur í 9. sæti annarar deildar, fjórum stigum frá fallsæti en á heimasíðu liðsins kemur fram að tuttugu manna æfingahópur sé hjá liðinu og að það muni verða látið duga í fallbaráttunni, ásamt drengjum úr 2. flokki félagsins.