Nýjast á Local Suðurnes

Ók á 180 kílómetra hraða fram úr lögreglubíl

Þegar lögreglan á Suðurnesjum var við umferðareftirlit á Reykjanesbraut í vikunni var bifreið ekið á miklum hraða fram úr lögreglubifreiðinni. Ökumaður hennar, sem er á þrítugsaldri,  kvaðst í viðræðum við lögreglumenn hafa verið á 180 km hraða þegar hann ók fram úr þeim, en ekki hafa séð að hann var að aka fram úr lögreglubifreið.

Hámarkshraði á umræddum vegarkafla er 90 km á klukkustund.

Ökumannsins bíður ákæra og dómur.