Nýjast á Local Suðurnes

Tekinn við hraðakstur á brautinni – Greiddi 130.000 króna sekt á staðnum

Átta ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Sá sem hraðast ók mældist á 141 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Þarna var á ferðinni erlendur ferðamaður sem greiddi sekt sína á staðnum.

Þá voru skráningarmerki fjarlægð af fáeinum bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar. Loks var einn ökumaður staðinn að því að aka sviptur réttindum.