Nýjast á Local Suðurnes

Líklegt að Elvar gangi til liðs við Njarðvíkinga

Elv­ar Már Friðriks­son, landsliðsmaður í körfu­knattleik, er á för­um frá franska fé­lag­inu Denain eft­ir að félagið sagði upp samningi við hann. Líklegast er að hann gangi til liðs við uppeldisfélag sitt, Njarðvík­, áður en fé­laga­skipta­glugg­inn lokast í næstu viku.

Samningi Elvars var sagt upp í kjölfar þess að annar íslendingur, Kristófer Acox, sagði upp samningi sínum við liðið. Denain fékk þá til liðs við sig reynslumikinn bakvörð og sagði upp samningi Elvars..

„Ég ætla að bíða og sjá hvað umboðsmaður­inn seg­ir, en að öðrum kosti spila ég heima í ein­hvern tíma,“ seg­ir Elv­ar, og þá ligg­ur bein­ast við að hann snúi aft­ur til Njarðvík­ur: „Ég hef ekki al­veg ákveðið það en það yrði auðveld­ast fyr­ir mig. Ég þekki vel til þjálf­ara og leik­manna, svo það væri þægi­leg­asti kost­ur­inn. En ég stefni enn þá á að kom­ast eitt­hvað annað hérna úti,“ seg­ir Elv­ar í samtali við mbl.is.