Nýjast á Local Suðurnes

Sverrir Þór hættir og fjórir öflugir framlengja hjá Keflavík

Sverrir Þór Sverrisson hefur ákveðið að segja sig frá þjálfun karlaliðs Keflavíkur í körfuknattleik. Í tilkynningu á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildarinnar kemur fram að vegna mikilla anna í vinnu sjái hann ekki fram á að geta sinnt verkefninu 100%.

Keflavík hefur ráðið Hjalta Þór Vilhjálmsson sem þjálfara meistaraflokks karla og honum til aðstoðar verður Finnur Jónsson. Hjalti var aðstoðarþjálfari íslandsmeistara KR s.l. vetur og áður hefur Hjalti þjálfað m.a. Þór Akureyri og Fjölnir.

Þá hafa þeir Magnús Már Traustason, Ágúst Orrason, Hörður Axel Vilhjálmsson og Guðmundur Jónsson staðfest að þeir muni leika með liðinu á næsta tímabili.