Keflavík tapaði í Þorlákshöfn – Grindvíkingar efstir af Suðurnesjaliðunum
Keflvíkingar héldu til Þorlákshafnar í lokaleik annarar umferðar Dominos-deildar karla í körfuknattleik, þar léku þeir gegn lærisveinum Einars Árna Jóhannsonar í Þór í Icelandic Glacial höllinni.
Þórsarar höfðu þriggja stiga sigur á Keflvíkingum í spennandi leik, 74-71. Amin Stevens var með 22 stig og 12 fráköst hjá Keflavík og Magnús Már Traustason skoraði 13 stig. Hörður Axel Vilhjálmsson og Guðmundur Jónsson voru báðir með 12 stig.
Grindvíkingar eru efstir Suðurnesjaliðana eftir fyrstu tvær umferðirnar, liðið situr í þriðja sæti deildarinnar og hefur sigrað báða sína leiki. Keflvíkingar eru í fimmta sæti, en þeir hafa sigrað einn, eins og Njarðvíkingar sem eru í sjöunda sæti.