Hvernig svindlar Sara á mataræðinu? – Myndband!

Í myndbandi, sem birt er á Fésbókarsíðu Heimsleikana í crossfit, sem hefjast á þriðjudaginn í Carson í Kaliforníu er skyggnst bak við tjöldin í undirbúningi íslensku kvennana, sem taka þátt að þessu sinni. Suðurnesjastúlkan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er sem kunnugt er á meðal keppenda.
Í viðtalinu við Ragnheiði Söru kemur fram að hún sé veik fyrir ís og hvernig hún sannfæri sig um að það sé allt í lagi að svindla smá þegar kemur að ísnum – Stórskemmtilegt viðtal við Ragnheiði Söru hefst þegar um 7 og hálf mínúta er liðin af myndbandinu.
Í myndbandinu, sem er að finna hér fyrir neðan, er skyggnst inn í líf þeirra Katrínar Tönju, Annie Mistar og Ragnheiðar Söru og fylgst með leið þeirra á heimsleikana.