Hafa opnað fjöldahjálparstöð við Sunnubraut
Fjöldahjálparstöð var opnuð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík í kvöld og hafa þeir sem sátu fastir í bílum á Reykjanesbrautinni og veginum að flugstöðinni fluttir þangað. Þá voru farþegar á vegum Icelandair, sem ekki tókst að útvega gistingu fluttir þangað.
Sjálfboðaliðar Rauða krossins og björgunarsveitarmenn taka á móti fólki sem leitar aðstoðar í miðstöðinni en að auki eru starfsmenn Icelandair á staðnum.
Mikil ófærð er nú á svæðinu og festust fjölmargir bílar á Reykjanesbraut og á Sandgerðisvegi.