Nýjast á Local Suðurnes

Páll Valur fer fram fyrir Samfylkingu – Halut Barnaréttindaverðlaun UNICEF á Íslandi

Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur tekið sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir komandi kosningar til Alþingis.

Páll Valur er menntaður grunnskólakennari og starfar nú sem kennari við Fiskvinnsluskólann í Grindavík en hefur áður meðal annars sinnt kennslu í Grunnskóla Grindavíkur og Njarðvíkurskóla. Páll Valur lagði í þingstörfum sínum mikla áherslu á mannréttindi, velferðarmál og ekki síst á málefni barna. Páli Vali voru á síðasta ári veitt Barnaréttindaverðlaun ungmennaráðs UNICEF á Íslandi, Barnaheilla og ráðgjafarhóps umboðsmanns barna fyrir óþreytandi baráttu sína fyrir hagsmuni barna, ekki síst þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu.