Hjá Höllu flytur í Suðurnesjabæ
Hjá Höllu, sem starfræktur hefur verið í Grindavík undanfarin ár, hefur samið við Suðurnesjabæ um aðstöðu í Vörðunni í Sandgerði.
Í Vörðunni í Sandgerði er lítið notað, en tilbúið framleiðslueldhús. Suðurnesjabær hafði samband við Höllu og benti henni á að þann mögulega að nýta eldhúsið.
Búið er að ganga frá samningi um leigu á eldhúsinu og mun starfsemi Hjá Höllu því halda áfram í Sandgerði.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Suðurnesjabæjar.