Nýjast á Local Suðurnes

Hjá Höllu flytur í Suðurnesjabæ

 Hjá Höllu, sem starf­rækt­ur hef­ur verið í Grinda­vík und­an­far­in ár, hef­ur samið við Suður­nesja­bæ um aðstöðu í Vörðunni í Sand­gerði. 

Í Vörðunni í Sand­gerði er lítið notað, en til­búið fram­leiðslu­eld­hús. Suður­nesja­bær hafði sam­band við Höllu og benti henni á að þann mögu­lega að nýta eld­húsið. 

Búið er að ganga frá samn­ingi um leigu á eld­hús­inu og mun starf­semi Hjá Höllu því halda áfram í Sand­gerði. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vefsíðu Suður­nesja­bæj­ar.