Nýjast á Local Suðurnes

Skert skólastarf á morgun vegna kjaradeilu

Grunnskólakennarar hafa tilkynnt að þeir muni ganga úr störfum sínum á morgun, miðvikudaginn 30. nóvember klukkan 12:30, ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma.

Flestir grunnskólar á Suðurnesjum hafa sent frá sér tilkynningar vegna málsins, en nemendur verða þá sendir heim úr skóla og eru foreldrar eru hvattir til að fylgjast vel með fréttum í dag og á morgun. Ef samningar nást fyrir þennan tíma helst skólastarf óbreytt á morgun miðvikudag.

Uppfært klukkan 18:35 – Kennarar og samband sveitarfélaga hafa samið um launakjör. Skólahald verður því með eðlilegum hætti á morgun miðvikudag.