Nýjast á Local Suðurnes

Vox Felix heldur tónleika í Grindavík – Slógu í gegn fyrir jólin með flottu uppátæki

Sönghópurinn Vox Felix heldur tónleika í safnaðarheimili Grindavíkurkirkju í kvöld klukkan 21.00, tónleikarnir eru hluti af Menningarviku Grindavíkurbæjar sem nú stendur yfir.

Sönghópurinn Vox Felix  sem skipaður er ungmennum af Suðurnesjum, er samstarfsverkefni kirkna á svæðinu og var stofnaður árið 2011. Það er kórstjórinn Arnór B. Vilbergsson sem sér til þess að kórfélagar finni rétta tóninn saman og hefur Vox Felix sungið við ýmis tækifæri og haldið fjölda tónleika, ávallt við gríðarlega góðar viðtökur og fullt hús.

Hér fyrir neðan má sjá myndband sem hópurinn gerði í samstarfi við Iceland verslanirnar og fór á flug á veraldarvefnum fyrir síðustu jól.