Nýjast á Local Suðurnes

Ekkert svindl og Soho Grillvinafélagið bar sigur úr býtum

Soho Grillvinafélagið bar sigur úr býtum í keppninni Grillsumarið Mikla. Liðið hlýtur þar með titilinn Grillmeistarar Íslands 2015 og fá liðsmenn ferð til Búdapest með Heimsferðum að launum. Soho Grillvinafélagið fékk 11 þúsund „like“ en liðið í öðru sæti, Gaman að grilla, 6 þúsund.

Meðlimir Soho Grillvinafélagsins eru fimm ungir menn búsettir í Keflavík sem hafa sérstakan áhuga á grillmat og bjór og eru einstaklega gestrisnir.

Keppnin um Grillmeistara Íslands hefur staðið yfir í allt sumar en sjö lið skipuð þremur til fimm ástríðugrillurum öttu kappi um titilinn Grillmeistarar Íslands 2015. Liðin fengu úrvals hráefni til að elda úr og áttu að grilla tvo rétti á 60 mínútum. Sjónvarpsþættir um hvert lið voru sýndir á mbl.is og Youtube og vöktu mikla athygli.

Eins og Local Suðurnes greindi frá í gær voru tvö lið frá frá Suðurnesjum í úrslitum og var annað þeirra, Soho Grillvinafélagið sakað um að kaupa “like” á þar til gerðum síðum erlendis frá, það var ekki talið stríða gegn reglum keppninnar og liðið því réttætur sigurvegari.