Nýjast á Local Suðurnes

Fylgjast grannt með þróun gasmengunar

Veðurstofan fylgist grannt með þróun gasmengunar frá eldgosinu í Geldingadal. Ekki er útlit fyrir að gasmengun frá eldstöðvunum komi til með að hafa veruleg áhrif á líðan og heilsu íbúa á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðisins næstu daga, en veður, vindátt og magn mengunarefna (s.s. SO2 og CO2) frá eldstöðvunum hafa áhrif á dreifingu og styrk gasmengunar.

Veðurstofan hefur útbúið spálíkan sem spáir fyrir um líklega dreifingu og styrk gasmengunar vegna eldgossins í Geldingadal. Spárnar eru uppfærðar tvisvar á dag og er hægt að nálgast nýjustu spá hverju sinni í gegn um hlekk í viðvörunarborða efst á forsíðu www.vedur.is

Mynd: Guðjón Vilhelm