Nýjast á Local Suðurnes

Rok og rigning á sunnudag – Vara við hviðum á Reykjanesbraut

Vegagerðin og Veðurstofan vara við miklum vindi  seinnipartinn á sunnudag, en spáð er allt að 28 metrum á sekúndu auk töluvert mikillar úrkomu.

Mjög varasamar hviður fylgja á þekktum stöðum SA-áttarinnar s.s. undir Eyjafjöllum á Reykjanesbraut, Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og á norðanverðu Snæfellsnesi, segir í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar.

Uppfært sunndag kl. 12:35: Á Reykjanesbraut verður mjög hvasst með slagveðursrigningu.  Veðurhæð 25 m/s á milli kl. 18 og 21 og vindhviður 35-40 m/s.