Nýjast á Local Suðurnes

Elstu nemendur Akurskóla í tveggja daga úrvinnslusóttkví

Nemendur í elstu bekkjardeildum Akurskóla auk tveggja starfsmanna skólans hafa verið sendir í tveggja daga úrvinnslusóttkví eftir að Covid-19 smit greindist hjá tveimur starfsmönnum og einu barni.

Um er að ræða nemendur í 7. – 10. Bekkjum. Unnið er að frekari smitrakningu í skólanum, segir í tilkynningu sem send var á foreldra og forráðamenn barna á þessum aldri í skólanum. Í umræðum á fésbókarsíðu skólans kemur fram að ekki sé þörf á að senda nemendur í yngri bekkjum í sóttkví.