Nýjast á Local Suðurnes

Nemendur og starfsfólk Heiðarskóla snúa aftur eftir sóttkví

Nemendur í 1. og 2. bekk Heiðarskóla, ásamt sex starfsmönnum, snéru aftur í skólann í morgun að lokinni þriggja daga sóttkví.

Um 100 nemendur voru sendir í sóttkví á þriðjudag eftir að grunur kom upp um kórónuveirusmit. Skimun fór fram í kjölfarið á og höfðu nær allir fengið sínar niðurstöður fyrir lok dags á föstudag. Reyndust þær allar vera neikvæðar og var sannarlega ástæða til gleðjast yfir því, segir í tilkynningu á vef skólans.