Nýjast á Local Suðurnes

Öryggislending á Keflavíkurflugvelli

Myndin tengist fréttinni ekki

Farþega­flug­vél lenti á Kefla­vík­ur­flug­velli fyrr í kvöld sök­um sprungu í framrúðu vél­ar­inn­ar, en um öryggislendingu var að ræða. Þetta staðfest­ir Guðjón Helga­son, upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via, í sam­tali við mbl.is.

Ekki fengust upp­lýs­ing­ar um frá hvaða flug­fé­lagi flug­vél­in er, en farþegar vél­ar­inn­ar 123 að tölu þurfa að eyða nótt­inni hér­lend­is.

Uppfært: Upphaflega var sagt að um nauðlendingu hafi verið að ræða.