Nýjast á Local Suðurnes

Söfnun fyrir flóttamenn frá Úkraínu á sunnudag

Hópur kvenna safnar nú pening til að styðja við flóttamenn frá Úkraínu, sér í lagi kvenna og barna sem hafa þurft að yfirgefa eiginmenn sína og feður og misst heimili sín.

Hópurinn býður Grindvíkingum til hátíðar með kökum og nesti í sal Verkalýðsfélags Grindavíkur, Víkurbraut 46, sunnudaginn 6. mars kl. 10:00-17:00. Hægt verður að kaupa veitingar á staðnum eða taka með heim.

Söfnunarféð verður gefið góðgerðarsamtökunum Zabiegani í Reykjavík. Þar verður það notað til að kaupa mat, lyf, föt og fleira fyrir flóttamenn á leið til Póllands.