Nýjast á Local Suðurnes

Opna tjaldsvæði fyrir gestum

Tjaldsvæði Grindavíkur opnaði aftur eftir vetrarlokun 1. mars síðastliðinn og er allt klárt í að taka við fyrstu gestum ársins.

Tjaldsvæðið hefur verið vinsælt undanfarin ár og fær ávalt topp einkunnir á ferðasíðum líkt og TripAdvisor.
Á svæðinu er gott pláss og glæsileg aðstaða, hvort sem gestir eru í tjöldum, tjaldvögnum eða húsbílum.  

Tjaldsvæðið er staðsett er við Austurveg 26. Þar eru 42 stæði fyrir húsbíla, fellihýsi og tjaldvagna. Afgirt svæði og sérhannað. Fullkomin aðstaða til seyrulosunar. Malbikuð og hellulögð bílastæði í innkomu tjaldsvæðisins segir í tilkynningu á vef Grindavíkurbæjar. Tvö leiksvæði fyrir börn með rólum, 2 köstulunum, kóngulóarneti o.fl. Í nýja þjónustuhúsinu er aðstaða til að elda, sturtur, þvottahús og aðgangur að interneti.

Heimasíða tjaldsvæðis Grindavíkur