Nýjast á Local Suðurnes

Undirskriftasöfnun vegna deiliskipulagsbreytinga hefst 2. júlí

Undirskriftasöfnun, sem bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti fyrir sitt leyti þ. 2. júní sl. að færi fram skv. heimild í sveitarstjórnarlögum, hefst fimmtudaginn 2. júlí 2015 og stendur í 4 vikur eða til miðnættis fimmtudagsins 30. júlí 2015. Tilgangurinn er að safna nægilega mörgum undirskriftum til þess að fram fari íbúakosning um hvort rétt hafi verið að breyta deiliskipulagi í Helguvík vegna væntanlegs kísilvers.

Ábyrgðarmenn undirskriftasöfnunarinnar eru Ellert Grétarsson, Guðmundur Auðunn Gunnarsson og Gunnar Eyjólfsson.

Undirskriftasöfnunin verður bæði rafræn og með hefðbundnu sniði á pappír og verður fyrirkomulag undirskriftasöfnunarinnar nánar af ábyrgðarmönnum fljótlega. Þetta kemur fram á heimsíðu Reykjanesbæjar.