Nýjast á Local Suðurnes

Segja upp samningi við Thorsil

Stjórn Reykjaneshafnar ákvað á fundi sínum í dag að segja upp samningi við Thorsil sem hafði tryggt sér iðnaðarsvæði í Helguvík undir kísilver, en fyrirtækið hugðist reisa verksmiðju sína við hlið verksmiðju United Silicon, en ekkert hefur orðið af framkvæmdum.

Hjörtur Guðbjartsson, stjórnarformaður Reykjaneshafnar, segir í viðtali við fréttastofu RÚV að ekki gangi lengur að taka frá stóran hluta af verðmætasta landsvæði Reykjaneshafnar í Helguvík undir starfsemi sem fer ekki af stað. Það gangi ekki á sama tíma og hafna verði umleitunum annarra sem vilja kanna þar möguleika á uppbyggingu.

Hjörtur hafði fyrr í kvöld greint frá þessu á Facebook, en í stöðufærslu hans þar kemur fram að uppsagnarfrestur sé tólf mánuðir frá því að fyrirtækinu er birt tilkynningin.