Nýjast á Local Suðurnes

Vilja bikarinn og peninginn til Njarðvíkur

Sala er hafin á aðgöngumiðum fyrir undanúrslit Geysisbikars karla í körfuknattleik, en þar taka Njarðvíkingar á móti KR-ingum. Leikið verður í Laugardalshöll þann 14. febrúar kl. 20:15. Sigurlið leiksins mætir síðan ÍR eða Stjörnunni í bikarúrslitum þann 16. febrúar.

Miðasala er þegar hafin á Tix.is og fá Njarðvíkingar hluta af andvirði miðasölunnar sé miðinn keyptur hér. það kostar 2.000 kr. 16 ára og eldri á leikinn, 500 kr.fyrir  6-15 ára og 5 ára og yngri fá frítt á leikinn. Stuðningsmenn Njarðvíkur eru eindregið hvattir til þess að nota slóðina og tryggja sér miða.

Njarðvíkingar ætla sér stóra hluti og stefna ótrauðir á að skila bikarnum í bikarskáp Ljónagryfjunnar og til að byggja upp stemningu munu þeir grænklæddu vera duglegir við að miðla nánari upplýsingum varðandi undanúrslitin jafnt og þétt á miðlum KKD UMFN á næstu dögum og meðal annars hefur verið stofnaður viðburður á Facebook þar sem hægt er að fylgjast með.