Nýjast á Local Suðurnes

40 leituðu tveggja villtra

Björg­un­ar­sveit­ir á Suður­nesj­um voru kallaðar út um klukk­an átta í kvöld vegna tveggja ein­stak­linga sem voru villt­ir í þoku. Síma­sam­band var við fólkið og náði það að lok­um að kom­ast af sjálfs­dáðum að bíl sín­um um klukk­an hálf níu. Hafði það þá verið villt í 4-5 klst.  Frá þessu er greint á vef mbl.is.

Er einn hóp­ur björg­un­ar­fólks með fólk­inu á heim­leið, en alls tóku um 40 björg­un­ar­menn þátt í leit­inni. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Lands­björg var fólkið statt í grennd við Trölla­dyngju og Keili.