Nýjast á Local Suðurnes

Tekinn á númeralausum bíl undir áhrifum fíkniefnakokteils

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann á þrítugsaldri í vikunni sem reyndist vera undir áhrifum amfetamíns, metamfetamíns og kannabisefna við aksturinn, auk þess sem hann hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Þá var bifreiðin sem hann ók ótryggð og óskoðuð.  Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni framvísaði maðurinn amfetamíni sem var í bifreiðinni, auk þess sem lögreglumenn fundu útdraganlega kylfu í hólfi í henni. Skráningarnúmerin höfðu verið fjarlægð af bifreiðinni.

Tveir ökumenn til viðbótar, sem lögreglan hafði afskipti af reyndust einnig vera undir áhrifum fíkniefna. Í húsleit á dvalarstað annars þeirra fundust meint fíkniefni í sölupakkningum, að hluta til meint MDMA. Einnig munir sem bentu til dreifingar og sölu fíkniefna og fjármunir sem voru haldlagðir.