Nýjast á Local Suðurnes

Tvær sýningar opna og Súlan afhent

Tvær listasýningar verða opnaðar hjá listasafni Reykjanesbæjar næsta laugardag klukkan 14. Á sama tíma fer fram afhending Súlunnar, en Súlan er veitt árlega einstaklingi eða fyrirtæki sem unnið hefur vel að menningarmálum í sveitarfélaginu.

Annars vegar er um að ræða sýninguna Línur, flækjur og allskonar sem er einkasýning Guðrúnar Gunnardóttur og hins vegar er það sýningin You Are Here / Jesteś tutaj / Du er her / Þú ert hér,  eftir Vena Naskręcka  og Michael Richardt.

Allir velunnarar menningarlífs í Reykjanesbæ eru boðnir velkomnir til að gleðjast með okkur yfir blómlegu menningarlífi og þiggja veitingar, segir í tilkynningu.