Nýjast á Local Suðurnes

Grunnskólar settir á mánudag – 250 börn hefja skólagöngu í Reykjanesbæ

Grunnskólar Reykjanesbæjar verða settir mánudaginn 22. ágúst næstkomandi og munu tæplega 250 börn þá hefja grunnskólagöngu sína. Þetta skólaár verða rúmlega 2200 nemendur í grunnskólanámi í Reykjanesbæ en voru 2074 á síðasta skólaári, því er um að ræða töluverða fjölgun á milli ára.

Nánari upplýsingar um tímasetningar og fyrirkomulag skólasetninga er að finna á heimasíðum skólanna.

Foreldrar nemenda í 1.- 4. bekk, sem óska eftir frístundavistun fyrir börn sín og hafa enn ekki sótt um,
eru beðnir að sækja um fyrir skólabyrjun í gegnum mittreykjanes.is eða á skrifstofum skólanna. Athugið að sækja þarf um fyrir börnin fyrir hvert nýtt skólaár.

Hér má nálgast upplýsingar um grunnskólana og skólahverfi.