Nýjast á Local Suðurnes

Dorgveiðikeppni á Ljósanótt

Dorgveiðikeppni verður haldin, í tengslum við Ljósanótt, fimmtudaginn 1. september á milli klukkan 17:00 og 18:30. Keppnin er í boði Toyota í Reykjanesbæ og er ætluð börnum 12 ára og yngri.

Verðlaun verða veitt fyrir þyngsta fiskinn, furðulegasta fiskinn og minnsta fiskinn.

Börn mæta með sín eigin veiðarfæri og veiða við Bryggjuna í Keflavík þar sem tekið verður við aflaskráningum.

Börn eru á ábyrgð forráðamanna sinna, segir á vef Ljósanætur.