Nýjast á Local Suðurnes

Innleiðing spjaldtölva í grunnskóla á áætlun – Mikill viðhaldskostnaður

Allir nemendur í 8.-10. bekk grunnskóla í Reykjanesbæ eru komnir með spjaldtölvur við nám, 3. áfanga spjaldtölvuverkefnisins sem hrundið var af stað árið 2013, þegar iPad spjaldtövur voru afhentar nemendum og kennurum í Heiðarskóla.

Innleiðing spjaldtölva í grunnskóla Reykjanesbæjar er á áætlun en ger var ráð fyrir að hún tæki þrjú ár. Fræðsluráð Reykjanesbæjar telur að skoða þurfi hvernig spjaldtölvurnar hafa áhrif á árangur í námi að mati foreldra og nemenda auk þess sem huga þurfi að þróun tölvumála við endunýjum tölvubúnaðar. Þá hefur komið í ljós að viðhaldskostnaður hjá skólunum hafi verið töluverður og er það mat ráðsins að nauðsynlegt sé að meta þann kostnað og taka tryggingarmál til skoðunar.

Þá bendir fræðsluráð á að athyglisvert sé að skoða MA ritgerð Guðrúnar Gunnarsdóttur á Skemmunni: Skóli 21. aldarinnar/ Innleiðing spjaldtölva í grunnskóla Reykjanesbæjar, en hana má nálgast hér.