Nýjast á Local Suðurnes

Allar fjárhagslegar skuldbindingar Reykjanesbæjar vegna kísilvers samþykktar af bæjarstjórn

Forsvarsmenn Reykjanesbæjar skrifuðu ekki undir neina samninga er lutu að fjárhagslegum skuldbindingum fyrir hönd bæjarsjóðs, án þess að bæjarstjórn hafði fjallað um þær áður í tengslum við byggingu kísilvers United Silicon (nú Stakksbraut 9) í Helguvík.

Þetta er mat höfundar úttektar á stjórnsýsluháttum Reykjanesbæjar vegna kísilversins. Skýrsluhöfundunur hafði alla samninga og tölvupóstsamskipti á milli aðila til hliðsjónar við vinnslu úttektarinnar sem unnin er að frumkvæði Reykjanesbæjar.

Í skýrslunni kemur þó fram að helstu tilvik sem koma til skoðunar og varða fjárhagslegar skuldbindingar bæjarins eru annars vegar lóðarúthlutun til Íslenska kísilfélagsins ehf. (nú Stakksbraut 9 ehf.) og hins vegar fjárfestingarsamningur United Silicon hf. og Íslenska ríkisins þar sem samþykkt var af hálfu Reykjanesbæjar lækkun á opinberum gjöldum til sveitarfélagsins. Lóðaúthlutanir voru samþykktar á fundum Atvinnu- og hafnaráðs Reykjanesbæjar og framkvæmdastjóra falið að undirrita samninga og voru fundargerðir ráðsins lagðar fyrir bæjarstjórn sem samþykkti þær einróma. Bæjarstjórn samþykkti í kjölfarið að fela bæjarstjóra að
undirrita fjárfestingarsamninginn fyrir hönd Reykjanesbæjar og var það gert þann 31. október 2013.

Í úttektinni tekur skýrsluhöfundur sérstaklega fram að vafamál sé hvort ofangreind tilvik geti fallið undir þau ákvæði sveitarstjórnarlaga sem málið snerta, en að mati skýrsluhöfundar koma önnur tilvik en ofangreind ekki til skoðunar.