Nýjast á Local Suðurnes

Bæta á umferðaröryggi við dansskóla eins fljótt og auðið er

Dansskólinn Danskompaní hefur biðlað til umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar að bæta umferðaröryggi við húsnæði skólans við Brekkustíg í Njarðvík. Skólastjórnendur sendu tillögur að úrbótum á ráðið.

Umhverfis- og skipulagsráð tók heilshugar undir erindið á síðasta fundi og er sammála um að úrbóta sé þörf. Ráðið hefur þannig sent málið áfram til umhverfissviðs sveitarfélagsins sem er falið að vinna að tillögum að úrbótum til lengri og skemmri tíma eins fljótt og auðið er.